Félagsþjónustusvæðin

Starfssvæði BsVest skiptist í fjögur félagsþjónustusvæði sem hvert sinnir þjónustu við íbúa á sínu starfssvæði. Þau eru:

  1. Félagþjónusta Ísafjarðarbæjar (Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur)
  2. Félagþjónustan við Djúp (Bolungarvíkurkaupstaður)
  3. Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps (Strandabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur)
  4. Félagsþjónusta Vestur-Barðastrandarsýslu (Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur)

Félagsþjónustusvæðin hafa með sér samstarf um setningu reglna, afgreiðslu umsókna, hagsmunagæslu og skiptingu fjármuna sem renna til þjónustunnar. Umsóknum um þjónustu skal skilað til þess félagsþjónustusvæðis sem umsækjandi er búsettur eða hyggst búsetja sig á.