Tímabundin afleysing fyrir framkvæmdastjóra

Vegna leyfis framkvæmdastjóra BsVest frá störfum hefur stjórn byggðasamlagsins samið við Jón Hróa Finnsson um að sinna hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið. Jón Hrói hefur starfað sem sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar og áður sem sviðsstjóri Velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar og hafði í þeim störfum m.a. yfirumsjón með þjónustu við fatlað fólk, auk þess að hafa unnið með málaflokkinn í starfi sínu sem ráðgjafi.

Jón Hrói tók við hlutverki framkvæmdastjóra um miðjan maímánuð og mun sinna því í þrjá mánuði eða þar til framkvæmdastjóri snýr aftur úr leyfi.