Framkvæmdastjóri lætur af störfum

Stjórn Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) hefur fallist á ósk Sifjar Huldar Albertsdóttir að hún láti af störfum sem framkvæmdasjóri BsVest frá og með 1. desember 2022.
Starfslokin eru gerð í fullri sátt við stjórn og er Sif Huld þakkað fyrir vel unnin störf fyrir byggðasamlagið sem og að málefnum fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Þá er henni og fjölskyldu hennar óskað velfarnaðar í framtíðinni.

 

Formaður stjórnar

Ólafur Þór Ólafsson