Framkvæmdastjóri lætur af störfum

Stjórn Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest) hefur fallist á ósk Sifjar Huldar Albertsdóttir að hún láti af störfum sem framkvæmdasjóri BsVest frá og með 1. desember 2022. Starfslokin eru gerð í fullri sátt við stjórn og er Sif Huld þakkað fyrir vel unnin störf fyrir byggðasamlagið sem og að málefnum fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Þá er henni og fjölskyldu hennar óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar

Aðgengisdagur Sjálfsbjargar á Ísafirði í umboði Landssambands hreyfihamlaðra var haldinn á laugardaginn sl.

Framkvæmdastjóri kominn til starfa

Framkvæmdastjóri BsVest, Sif Huld Albertsdóttir er kominn aftur til starfa eftir leyfi.

Ályktun aðalfundar BsVest um undirfjármögnun málaflokksins

Á aðalfundi BsVest sem haldinn var þann 5. júlí sl. var samþykkt ályktun til stjórnvalda og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tilefni ályktunarinnar er að í 2. áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um framlög vegna málaflokks fatlaðs fólks fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir 80 milljóna krónum lægri framlögum en gert var ráð fyrir í 1. áætlun sjóðsins. Að óbreyttu stefnir í að aðildarsveitarfélögin á Vestfjörðum þurfi að bera 160-180 m.kr. halla á rekstri byggðasamlagsins á árinu.

Áætlun um framlög til BsVest lækkar verulega

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur gefið út 2. áætlun framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2022. Samkvæmt henni lækka framlög til Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks bs. um 80 m.kr. frá 1. áætlun, sem gefin var út í upphafi ársins, úr 546 m.kr. í 465 m.kr.

Tímabundin afleysing fyrir framkvæmdastjóra

Vegna leyfis framkvæmdastjóra BsVest frá störfum hefur stjórn byggðasamlagsins samið við Jón Hróa Finnsson um að sinna hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið. Jón Hrói tók við hlutverki framkvæmdastjóra um miðjan maímánuð og mun sinna því í þrjá mánuði eða þar til framkvæmdastjóri snýr aftur úr leyfi.